27.8.2008 | 10:49
Komin á blog.is
jæja, ætti maður þá ekki að reyna að verða duglegri við skriftir þar sem maður er kominn með svona nýja síðu. :)
Það er svo langt síðan maður skrifaði blogg að ég veit varla hvað ég á að segja.
Eins og einhverjir vita þá var ég að vinna í vínbúðinni á Dalveginum í sumar og ég var að byrja í gær í nýrri Vínbúð á Skútuvogi. Það var ekki mikið að gera í gær því það vita kannski ekki allir af þessari búð ennþá. Mér lýst bara ágætlega á þetta, og verð ég bara að vinna þarna í fullu starfi í vetur þar sem ég tek eina áfangann sem ég á eftir til útskriftar í fjarnámi. Svo ætlar daman bara að stúdentast um jólin.
Síðustu helgi var menningarnótt og skellti daman sér í kveðjupartý fyrir einn samstarfsfélaga okkar í vínbúðinni á Dalvegi, það var heví stuð og misstum við meira að segja af flugveldasýningunni því við vorum svo sein að fara niður í bæ. Við Lilja vorum eiginlega bara saman að djamma, hin ákváðu að fara eitthvað og við annað þannig að við enduðum bara tvær. Fórum á sólon, og einhverja fleiri staði, Hittum Himma í bænum og við Himmi fórum og gistum hjá Ingu, Lindu og Sæma.
Svo eftir þriggja tíma svefn vöknuðum við til að horfa á leikinn, Ísland-Frakkland. En því miður unnum við ekki því þeir voru bara einfaldlega ekki að leika upp á sitt besta, og Frakkarnir voru allsvakalega vel undirbúnir og voru með yfirhöndina í leiknum. En mér finnst að við eigum að vera stolt af okkar mönnum að hafa náð öðru sætinu. Gaman að sjá þá þarna á verðlaunapallinum.
En já. ég er að spá í að fara að taka til eitthvað, fara svo í Reykjavíkina og kaupa gardínur og eitthvað stuðerí :)
ætla mér að vera dugleg að segja frá mér fréttir þó kannski sé lítið að frétta héðan þar sem maður fréttir aldrei neitt og sonna, verið því dugleg að fræða mig :P
adios my darlings.
Um bloggið
Hafdís Bára Ólafsdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin elskan á blog.is:) gaman að vita að þú sért á lífi:P
Margrét Hildur Pétursdóttir, 27.8.2008 kl. 17:58
til lukku með nýtt blogg :)) sá að þú gerðist svo fræg að vera í auglýsingu í fréttablaðinu ;) farðu að hringja kellling!!
Sylvia Ósk Rodriques (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.