gúgú...sunnudagur

ne blessuð og sæl, langt sían hér hefur verið ritað síðast, og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að skrifa fyrst ég var komin með nýtt blogg og svona.

Barn Sævars og Huldu skírt Haukur Óli, jól og áramót liðin, við Himmi vorum jól á Flúðum, og áramót hér, leiðindaveður og rautt eins og vant er, enginn pöbb opinn í Bgn um áramót, hvað er málið með það???  Ég og Himmi keyptum þurrkara, gott að losna við að hengja allann þvottinn á blessuðu þurrkugrindina, mikill munur.

Jólaskrautið nánast farið niður og nú bíður maður bara eftir næstu hátíðum sem eru páskar og dagarnir sem fylgja því. Bolludagur og svona skemmtilegheit. mmmmm....

En já, svo náttúrlega útskrifaðist ég í desember, vá, hvað það er frábært að vera búinn með þennann stúdent, alltaf að spá í því af hverju maður tók sér frí, þá hefði ég getað útskrifast vor 2007, En náttúrlega ef maður hugsar þannig þá hefði ég væntanlega ekki kynnst Himma, ´því ég kynntist honum í fríinu mínu þegar ég var að vinna... :)

Svo erum við Himmi kannski að planleggja viku ferð til Tenerife í maí, ég væri svo til í það, það væri æðislegt, komast aðeins burt frá þessu kreppulandi, þó það sé ekki nema vika.

En það er víst kominn matur hjá henni múttu, best að fara að eta nautasnitselið sem hún var að elda, svo þegar ég kem heim í Njarðvík á eftir ætlum við Himmi að halda bóndadaginn hátíðlegann eða þannig, því ég var ekki heima á Föstudag.

bless í bili, og ég LOFA að skrifa innan hálfs mánaðar aftur :p


13 Nóvember!

jæja, hvað er uppi?

langt síðan síðast, i know.

Ég byrja þessa færslu bara á Til hamingju Hulda og Sævar með nýja erfingjann, Stóri pilturinn fæddist rétt fyrir kl. 9 í morgun og var hann 53 cm og vóg hann 4470 grömm. Móður og barni heilsast vel :) Hér kemur mynd af krílinu...

 

En annars núna næstu helgi verður árshátíð hjá vinnunni hjá pabba Himma, og verður hún haldin á Hótel Sögu. þar sem boðið verður upp á mat, skemmtun ball og gistingu, það verður ábyggilega alveg æðislegt, eins og það hefur verið áður :)

Ég ætlaði bara rétt að segja frá fréttum dagsins. Lofa að skrifa meira á sunnudag :)


Leiðindaveður...

helló fólks.... þá er September bráðum að verða búinn og haustið á næsta leiti, myndi nú samt segja veturinn á næsta leiti þar sem maður lenti illa í hagléli sem kom fyrr í dag. brrrrrr........

Maður er bara að vinna á fullu, enginn skóli, og ég alltaf að verða ánægðari og ánægðari með vinnuna sem og vinnufélagana. Ótrúlega fínt fólk, og þegar ég var ný byrjuð í vinnunni bjóst ég bara við að ég yrði einungis að vinna með fólki sem væri mun eldra en ég, en núna fyrir stuttu eru tveir strákar sem eru jafngamlir og ég byrjaðir að vinna fulla vinnu í vínbúðinni þannig að ég er sátt. Cool samt eiginlega ekki sólgleraugnakall heldur Smile þar sem það er búið að vera eiginlega stanslaus rigning seinustu vikur... þetta er allt að stefna í að verða jafn crappý haust og í fyrra,, endalaus rigning og óskapnaður eins og roki, kom einmitt í nesið í gær í allsvakalegu roki,rigningu og myrkri, þetta þrennt blandast ekki mjög vel fyrir mig þar sem ég var næstum fokin út af...

Eeeen nóg komið af þunglyndislegum umræðum um veður.  Fór í sund í dag með Sylvíu minni, alltaf fínt að hitta hana, fórum og fengum okkur góðgæti í bakaríinu og fórum í Hagkaup, ætlaði að versla þar tvo pakka af spennum sem ég hélt á, þá ákveður Sylvía að við skildum fara í Bónus, og förum við þangað og þegar við erum komnar langleiðina inn fattaði ég að ég hafði tekið spennurnar án þess að borga fyrir þær... dömmí Hafdís.  Saklausa Hafdís ákvað að fara til baka og viðurkennar syndir sínar og borgaði vörurnar. Errm En þetta var bara fyndið. 

Svo er stefnan í kveld að fara upp í leirulækjasel í heimsókn til skötuhjúana sem búa þar, videókveld með birgðum af óhollustu.....

 Svo næstu helgi er stefnan tekin að fara á Hlöðuball á Laxnesi í Möðrudal sem starfsmannafélagið okkar stendur fyrir. Tökum rútu þangað og verða Jógvan og Vignir Snær að spila, frítt áfengi á staðnum og rúta til baka og niður í miðbæ Reykjavíkur.... Magnað stuðerí W00t

 En ég ætla að láta þetta nægja í bili... ætla að fara að fá mér fisk... adi..


Komin á blog.is

jæja, ætti maður þá ekki að reyna að verða duglegri við skriftir þar sem maður er kominn með svona nýja síðu. :)      

Það er svo langt síðan maður skrifaði blogg að ég veit varla hvað ég á að segja.

Eins og einhverjir vita þá var ég að vinna í vínbúðinni á Dalveginum í sumar og ég var að byrja í gær í nýrri Vínbúð á Skútuvogi. Það var ekki mikið að gera í gær því það vita kannski ekki allir af þessari búð ennþá. Mér lýst bara ágætlega á þetta, og verð ég bara að vinna þarna í fullu starfi í vetur þar sem ég tek eina áfangann sem ég á eftir til útskriftar í fjarnámi. Svo ætlar daman bara að stúdentast um jólin. Wink

Síðustu helgi var menningarnótt og skellti daman sér í kveðjupartý fyrir einn samstarfsfélaga okkar í vínbúðinni á Dalvegi, það var heví stuð og misstum við meira að segja af flugveldasýningunni því við vorum svo sein að fara niður í bæ. Við Lilja vorum eiginlega bara saman að djamma, hin ákváðu að fara eitthvað og við annað þannig að við enduðum bara tvær. Fórum á sólon, og einhverja fleiri staði, Hittum Himma í bænum og við Himmi fórum og gistum hjá Ingu, Lindu og Sæma.

Svo eftir þriggja tíma svefn vöknuðum við til að horfa á leikinn, Ísland-Frakkland. En því miður unnum við ekki  því þeir voru bara einfaldlega ekki að leika upp á sitt besta, og Frakkarnir voru allsvakalega vel undirbúnir og voru með yfirhöndina í leiknum. En mér finnst að við eigum að vera stolt af okkar mönnum að hafa náð öðru sætinu. Gaman að sjá þá þarna á verðlaunapallinum.

En já. ég er að spá í að fara að taka til eitthvað, fara svo í Reykjavíkina og kaupa gardínur og eitthvað stuðerí :)  

ætla mér að vera dugleg að segja frá mér fréttir þó kannski sé lítið að frétta héðan þar sem maður fréttir aldrei neitt og sonna, verið því dugleg að fræða mig :P  

adios my darlings. 

 

 


Um bloggið

Hafdís Bára Ólafsdóttir

Höfundur

Hafdís Bára Ólafsdóttir
Hafdís Bára Ólafsdóttir
Upprunalegur Borgnesingur en bý í Njarðvík með Hilmari kærastanum mínum :p p.s á líka kisu sem heitir Mía.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P7120147
  • P7050129
  • P7050141
  • P7050114
  • P7020096

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband